Tuesday, November 29, 2011

Tuesday, June 8, 2010


Margir Íslendingar virðast í augum útlendinga ákaflega hugaðir þegar kemur að eldgosum. Í stað þess að koma sér sem lengst í burtu frá gosinu virtumst við hafa óseðjandi áhuga á að komast mjög nálægt gígnum sjálfum. Þetta átti sérstaklega við þegar gosið á Fimmvörðuhálsi var í gangi. Allir vildu komast að gosinu og sjá eldglærurnar og eldkeilurnar. Frá þessum tíma eru til aldeilis frábærar ljósmyndir sem sýnir fólk nánast við hliðina á miklum eldsumbrotum.

Líklega treystum við jarðfræðingunum okkar svona vel. Treystum því að þeir segi okkur hvenær hætta er á ferðum og hvunær ekki. Ekki er nein ástæða til að vantreysta þeim eða draga í efa að þeir viti hvenær við getum verið nálægt gosi og hvenær ekki. Að minst kosti voru þessar ferðir okkar allra sem fórum að gosinu á Fimmvörðuhálsi og einnig ferðir austur á Emstrur til að skoða gosið í Eyjafjallajökli alveg stórskemmtilegar.


Saltstjóri lét ekki sitt eftir liggja. Fór bæði gangandi upp á Mórinsheiði þegar gosið stóð sem hæst og síðan á fjallabílnum yfir Mýrdalsjökul. Skoðaði gosið sem sagt báðum megin við Heljarkamb. Báðar voru ferðirnar stórkostleg upplifun í tignarlegu veðri kringum páskana 2010. Augljóslega var þessi hlut gosana meiri háttar upplifun fyrir okkur öll.